154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

tóbaksvarnir.

226. mál
[13:25]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mér þykir þetta vera mikilvægt mál sem tóbaksvarnamál, sem forvarnamál en mér þykir sérstakt að það sé verið að ganga lengra í þessu máli en að tilskipanir ESB gera ráð fyrir. Hér hafa þingmenn komið upp, ekki bara einn heldur margir, og talaði um gullhúðun á tilskipuninni eins og það sé ESB að kenna. Það er greinilega bara þingmönnunum að kenna sem hafa verið að fjalla um þessi mál og hér er bara gott dæmi um gullhúðun. Ég hefði svo sannarlega stutt tillögu hv. þm. Gísla Rafns Ólafssonar ef hún hefði komið til en í ljósi friðar — ég veit ekki, við eigum stundum bara að efna til ófriðar.