154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[14:30]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Það er gott að efnahags- og viðskiptanefnd ætli að víkja frá þessari ofuráherslu á bíla sem merkja mátti í svörum hæstv. umhverfisráðherra á mbl.is þegar tilkynnt var um að til stæði að fella niður þessar ívilnanir gagnvart hjólum. Það er auðvitað mikilvægt líka að minnka bílaumferð og það er þannig sem við náum að minnka mengun á götunum okkar. Það er því ótrúlega mikilvægt að við séum að halda áfram þessum stuðningi og þetta er virkilega mikilvæg leið í baráttunni við loftslagsáhrif.