154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

raforkulög.

541. mál
[17:35]
Horfa

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir (P):

Herra forseti. Ég er bara hér í þessari breytingartillögu að leggja það fram að ég fagna því að ríkisstjórnin vilji fylgja eftir sínum skuldbindingum um að afhenda orku til heimila og vil líka gera ríkinu greiðara að fylgja eftir sínum markmiðum þegar kemur að Parísarsáttmálanum, einfaldlega með því að leyfa Orkustofnun að mynda stefnu um forgangsröðun nýrrar orku og grænnar orku til verkefna sem stuðla að því að ná markmiðum Íslands samkvæmt Parísarsáttmálanum.