154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

543. mál
[16:54]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þingflokkur Samfylkingarinnar styður þetta mál. Ég gerði þó fyrirvara við nefndarálit meiri hlutans sem ég rita undir um að það lægi ljóst fyrir að vilji löggjafans væri sá að hér sé um aðlögun að ræða, aðlögun sem rennur út 1. janúar 2027 og býr þannig til aðlögunartíma fyrir flugrekendur og það rekstrarumhverfi sem hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 40% af losun frá Íslandi heyrir undir ETS og það er svo gaman að segja frá því og minna á það rétt fyrir jólin að hér er farin hin gamalkunna fyrningarleið. Fyrst er úthlutað gjaldfrjálsum heimildum, svo eru heimildir settar á uppboð og markaðurinn er nýttur með því að verðleggja heimildirnar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ganga betur um auðlindina.