154. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2024.

tilkynning um mannabreytingar í nefndum.

[15:08]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill tilkynna að honum hefur borist erindi frá þingflokki Sjálfstæðisflokks um mannaskipti í nefndum, sbr. 1. mgr. 16. gr. þingskapa, þannig að Berglind Ósk Guðmundsdóttir taki sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Birgis Þórarinssonar en hann verði varamaður í sömu nefnd í stað Berglindar Óskar Guðmundsdóttur. Einnig að Birgir Þórarinsson taki sæti sem aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Berglindar Óskar Guðmundsdóttur en hún verði varamaður í stað Birgis Þórarinssonar í sömu nefnd.

Einnig hefur borist erindi frá þingflokki Samfylkingar um að Dagbjört Hákonardóttir taki sæti sem aðalmaður í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í stað Jóhanns Páls Jóhannssonar en Jóhann Páll Jóhannsson taki sæti sem varamaður í stað Dagbjartar Hákonardóttur í sömu nefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.