154. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2024.

mótun heildstæðrar stefnu um áfengis- og vímuefnavarnir.

30. mál
[16:40]
Horfa

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Áfengis- og vímuefnavandi er viðamikið og flókið heilbrigðismál. Það er á öllu landinu, ekki bara stór-höfuðborgarsvæðinu. Ég fagna þessari tillögu til þingsályktunar. Það er löngu tímabært að móta heildstæða stefnu um áfengis- og vímuvarnir. Við þurfum að vakna og horfast í augu við að kerfið er sprungið. Úrræði eru allt of fá og mörg úrelt. Ég þakka hv. þm. Sigmari Guðmundssyni fyrir greinargóðan flutning. Hér þarf að vinna hratt og vel og gera löngu tímabærar bætur. Ég held að það séu fáir sjúkdómar sem valda eins miklu vonleysi hjá fólki og fíknisjúkdómar.