154. löggjafarþing — 72. fundur,  13. feb. 2024.

bókun 35 við EES-samninginn.

635. mál
[19:20]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Ég þakka forseta fyrir þetta. Ég held að það skipti máli að þetta sé alveg skýrt nú þegar ég held að það sé einn eftir á mælendaskrá frekar en tveir, að þá verði umræðunni lokið og málið að því búnu fari til umfjöllunar í nefndinni þannig að við getum hafist handa við það að vinna þetta mál og ríkisstjórnin geti síðan komið með framhald málsins nú á vorþingi. Það eru tveir nefndadagar fram undan og það er best að nýta tímann sem best þannig að ég vil þakka hæstv. forseta en undirstrika að það verður að vera skýrt hvað gert verður við málið að loknum þessum umræðum.