154. löggjafarþing — 74. fundur,  19. feb. 2024.

lögreglulög.

707. mál
[17:35]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Með þessu frumvarpi erum við að óska eftir auknum heimildum lögreglu til að hafa eftirlit með borgurunum í almannarýminu. Á sama tíma og við erum að kalla eftir því að lögreglan fái auknar heimildir til gagnaöflunar þá gerum við mjög miklar kröfur til eftirlitsins. Í frumvarpinu er t.d. nefnt að þar skuli, ef ég má vitna hér, virðulegi forseti, ráðherra skipa gæðastjóra lögreglu og þá verður nefnd skipuð, eftirlitsnefnd, skipuð fimm mönnum (Forseti hringir.) og svo mun sömuleiðis vera skilað skýrslu til Alþingis vegna þessara starfa.