154. löggjafarþing — 74. fundur,  19. feb. 2024.

lögreglulög.

707. mál
[17:38]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinni spurningu. Það er ekki vinna í ráðuneytinu gagnvart þessu eftirliti eins og hv. þingmaður nefnir, enda tel ég að eins og þessu eftirliti er fyrir komið í frumvarpinu sé það nægjanlegt. Hv. þingmaður spyr einnig um það af hverju dómsúrskurður sé ekki settur sem skilyrði í þetta frumvarp. Það er vegna þess að þessar aðgerðir eru ekki þvingunarráðstafanir. Þær fela ekki í sér beinar skerðingar á friðhelgi einkalífs og útheimta ekki valdbeitingu þannig að þessu eftirliti fylgja engar óafturkræfar aðgerðir og þar af leiðandi er ekki talin þörf á því að fara eftir dómsúrskurði.