154. löggjafarþing — 75. fundur,  20. feb. 2024.

lögreglulög.

707. mál
[17:59]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekkert skrýtið að hv. þingmaður hafi fengið þetta lag á heilann. Ég söng það mjög oft fyrir börnin mín þegar þau fóru að biðja um eitthvað mikið. En ég held að það sé ekki að biðja of mikið eða láta sig dreyma að vera tilbúinn að berjast fyrir því að lýðræði og mannréttindi séu alltaf sett í fyrirrúm. Ég held að það sé einmitt grunnurinn að því sem við sem hér inni sitjum þurfum ávallt að hafa í huga þegar við erum að vinna okkar mál. Ég treysti þess að í meðferð hv. allsherjar- og menntamálanefndar verði þetta mál unnið vel og horft sé til þess að lýðræðisleg gildi og mannréttindi séu í hávegum höfð.