154. löggjafarþing — 76. fundur,  21. feb. 2024.

varðveisla íslenskra danslistaverka.

688. mál
[16:48]
Horfa

Brynhildur Björnsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka góð svör hv. þingmanns. Í þingsályktunartillögunni segir að varðveisla á myndbandsupptökum krefjist sérstakrar vinnu sem danshöfundar hafi sjaldnast tök á að sinna. Sér þingmaðurinn fyrir sér að til komi einhvers konar sérhæfing skrásetjara verka í hreyfimyndaformi og jafnvel fleiri sviðsverka í framhaldi, svo sem eins og gjörningalistar eða leiksýninga o.s.frv.?