154. löggjafarþing — 76. fundur,  21. feb. 2024.

höfundalög.

624. mál
[17:02]
Horfa

Brynhildur Björnsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum góð svör. Það sem fyrir mér vakti með spurningunni var kannski að árétta það hvort afkomendur væru einhvern veginn skilgreindir, t.d. í einhvern lið eða eitthvað slíkt, þar sem við reiknum með að þetta verði til framtíðar, hvort það séu þá afkomendur í þriðja lið eða annan lið eða jafnvel bara börn og kannski þá allir afkomendur, því eins og í þessu dæmi sem ég nefndi var jú leitað samþykkis nokkurra afkomenda en ekki allra, þannig að þessi birting kom illa við afkomendur sem ekki vissu af henni. Eins og hv. þingmaður segir þá er þetta svo gríðarlega viðkvæmt mál að það er kannski spurning hvort aðgát í nærveru sálar, hvort við þurfum ekki að skýra það mjög vel hverjar þær sálir eru sem hafa þarna nærveru sem við þurfum að taka tillit til.