154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

fjáraukalög 2024.

717. mál
[17:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Annar fjáraukinn á árinu. Það er verið að tala um að það þurfi að endurskoða ríkisfjármálaáætlunina sem kemur mér ekkert á óvart, nákvæmlega ekki neitt. Við erum farin að sverfa aðeins nærri ríkisfjármálastefnu meira að segja líka. Maður veltir því fyrir sér, kannski er það ekki tímabært með þessu frumvarpi endilega, að fjárlaganefnd þarf held ég að huga dálítið efnahagsstefnunni sem er undirliggjandi í þessum auknu útgjöldum. Núna sagði ráðuneytið að aðhaldsstig ríkisfjármála væri orðið í rauninni hlutlaust samkvæmt þeirra mati. Það var áður sagt að það væri tæknilega aðhaldsstig en það var það í raun og veru ekki. Það er eiginlega búið að varpa allri efnahagsstjórn á Seðlabankann. Ríkisstjórnin er bara í svona nóló-leik einhvern veginn, að bregðast við og engar ákvarðanir eru teknar hvað efnahagsstjórn varðar. Mig langaði því aðeins að leita til formanns fjárlaganefndar og spyrja hvort við ættum ekki að fara í smá efnahagsstjórnareftirlitshlutverk hérna eftir kjördæmaviku.