154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

fjáraukalög 2024.

717. mál
[21:43]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð að sjálfsögðu að það sé fjármögnuð sú vinna sem við erum þó búin að fjalla um hér í kvöld, að styðja við bakið á Grindvíkingum. En mér finnst dálítið mikil mótsögn í því að hæstv. ráðherrar og hv. þingmenn í stjórninni eru sífellt að tala um að auka ekki það hvað ríkið skuldar en svo þegar kemur að því að fjármagna eitthvað sem verður að fjármagna þá allt í einu gleymist þetta, vegna þess að ekki má fara í neinar skattahækkanir. Skattahækkanir virðast vera bannorð, sérstaklega meðal hv. þingmanna Sjálfstæðisflokksins, og þess vegna má aldrei gera neitt slíkt hér. Mér fannst eiginlega skrýtnast að þeir fóru ekki í einhverja gjaldahækkanir vegna þess að það virðist alltaf vera (Forseti hringir.) leyniorðið fyrir að fara í skattahækkanir án þess að fara í þær.