154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

frumvarp um breytingu á lögum um útlendinga.

[15:35]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinni spurningu. Allir flokkar sem mynda ríkisstjórn Íslands samþykktu þetta frumvarp. (BergÓ: Voru gerðir fyrirvarar?) Það er lagt þannig óbreytt fram hér í þinginu. Ég vil líka fá að nefna, af því að hv. þingmaður nefndi hvaða séríslensku reglur eru í lögunum, og vil leggja sérstaklega áherslu á að draga það hér fram að Ísland er eina ríkið sem er í samstarfi Schengen-ríkjanna sem er ekki með lokað búsetuúrræði. Ég tel einboðið að við verðum að koma slíku úrræði upp hér á Íslandi og í þessari heildarnálgun sem hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra nefndi áðan hefur verið ákveðið að setja á stofn (Forseti hringir.) spretthóp til að kanna einmitt móttökumiðstöðvar sem og brottvísunarmiðstöðvar í framhaldinu.