154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

útlendingar.

722. mál
[16:39]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Seinagangur er aldrei öðrum að kenna en Sjálfstæðisflokknum, þetta var athyglisvert svar (DagH: Það er þannig.) hjá hv. þingmanni Samfylkingarinnar. Ég endurtek það sem ég sagði hér áðan, að sú sem hér stendur er í umboði Sjálfstæðisflokksins sem er að leggja fram niðurfellingu á þessari málsgrein í fimmta sinn. Það hefur verið þingið sem hefur komið í veg fyrir það. Það hafa verið aðrir flokkar hér sem hafa komið í veg fyrir það. (Gripið fram í: VG?) Ég veit ekki betur en að Viðreisn, Píratar og Samfylkingin hafi tekið þátt löngum stundum í umræðum í þessum sal (DagH: Þetta er rangt.) um þetta. (Gripið fram í.) Varðandi málsmeðferðartímann þá er hann líka mjög mikilvægur. Það er í stefnu þessarar ríkisstjórnar að stytta málsmeðferðartíma. Það mun skipta mjög miklu máli. Ég ætla líka að ítreka að 18 mánaða málsmeðferðrreglan heldur sér hér.