154. löggjafarþing — 82. fundur,  7. mars 2024.

dánaraðstoð.

771. mál
[12:50]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta mál er mjög áhugavert og sjálf styð ég að hér á landi verði dánaraðstoð lögfest og ég hef stutt þær tillögur og beiðnir sem hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir hefur lagt fram hér á þingi og þá undirbúningsvinnu sem hún hefur farið í í þessum málaflokki. En í þessu frumvarpi er talað um skýrslu sem kom fram á síðasta ári þar sem viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða var kannað. Þetta kom einnig fram í framsöguræðu. Viðhorf í garð dánaraðstoðar hefur batnað. En í ljósi þess að frumvarpið gerir ráð fyrir því að læknarnir séu þeir sem framkvæma dánaraðstoð, telur hv. þingmaður að það sé nóg að einungis helmingur lækna sé hlynntur dánaraðstoð? Þriðjungur er alfarið á móti.