154. löggjafarþing — 82. fundur,  7. mars 2024.

dánaraðstoð.

771. mál
[12:51]
Horfa

Flm. (Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir) (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa brýningu. Það er mikilvægt að við séum að taka umræðuna um viðhorf heilbrigðisstétta í garð dánaraðstoðar af því að þetta fellur jú á þeirra borð og sérstaklega lækna. Þetta mál er núna í 1. umræðu og að henni lokinni þá mæli ég með því að frumvarpið fari til nefndar og nefndin mun væntanlega óska eftir umsögnum frá læknum þar sem þeir geta skýrt betur sína afstöðu og ég hlakka til að sjá umsagnirnar frá þeim. En ef við horfum líka á þróun á viðhorfinu hefur hún verið á þá leið að viðhorfið er orðið mun jákvæðara og einmitt af því að þriðjungur er alfarið mótfallinn er mikilvægt að um valfrelsi lækna sé að ræða í þessum málaflokki.