154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[12:45]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Áhyggjur hv. þingmanns á að taka alvarlega og ég tek þær alvarlega. Ég hef hins vegar margítrekað hér að ég er sannfærður um að við óbreytt ástand verður ekki unað, að óbreytt ástand muni verða til þess að hagur bænda versni enn frekar og að hagur neytenda verði verri. Ég er sannfærður um að þetta er skref fram á við. Þetta er ekki gallalaust, ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það, en samþykkt þessa frumvarps mun leiða til þess að við náum þeim markmiðum sem við erum að vinna að; auknu hagræði í vinnslu íslenskra landbúnaðarafurða, bættum hag eða sterkari stöðu bænda og að neytendur munu fá að njóta. Ég er sannfærður um það. Ég er sannfærður um að þetta frumvarp er betri leið en sú ákvörðun að gera ekki neitt. Ekki gallalaus, langt því frá, en betra en að gera ekki neitt, hv. þingmaður.