154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[13:17]
Horfa

Kristinn Rúnar Tryggvason (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er þessi fákeppni. Við erum að berjast við fákeppni á verslunarmarkaði. Til að eiga einhvern samræðugrunn á milli afurðastöðva og verslunar þurfa afurðastöðvarnar að geta nýtt sér þá möguleika sem er verið að búa til með þessum aðgerðum til að standa á móti þeirri fákeppni sem er á smásölumarkaðinum. Við erum í dag með samkeppni í afurðastöðvunum. Hún verður áfram. Það er ekkert verið að ríkisvæða eða búa til eitt fyrirtæki. Það verður ekkert þannig. Það leiðir af sjálfu sér að það verður ekki flutt búfé af öllu landinu á einhvern einn stað. Hv. þingmaður spyr hvort sú samþjöppun hafi skilað árangri undanfarið. Já, eins og ég sagði áðan væri afurðaverð til bænda mun verra í dag ef ekki hefði verið ráðist í aðgerðir á sláturhúsamarkaði hér áður og það skilar sér líka til neytenda.