154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[13:54]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, 14. nóvember var þetta mál lagt fram en 13. mars kom nefndarálitið fyrst fyrir augu okkar í atvinnuveganefnd og síðan þá er bara rétt rúm vika. Eins og bent hefur verið á hefur þetta frumvarp tekið miklum breytingum og þess vegna langar mig að ítreka spurningu mína, því að ég tel að hv. þingmaður hafi ekki svarað spurningunni sem ég var með sem gengur út á það: Af hverju getum við ekki beðið fram yfir páska? Af hverju getum við ekki unnið aðeins betur? Af hverju erum við að flýta okkur svona mikið? Er stjórnin að springa eða eitthvað? Hver er ástæðan? Haldið þið að það verði ekki meiri hluti fyrir málinu hérna eftir mánuð? Hver er ástæðan, hv. þingmaður?