154. löggjafarþing — 95. fundur,  15. apr. 2024.

Nýsköpunarsjóðurinn Kría.

911. mál
[16:27]
Horfa

Dagbjört Hákonardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég geri mér grein fyrir því að það er aðkallandi að styrkja umgjörðina og einfalda regluverkið og umgjörðina í þessu sambandi en mér skilst að það sé alls ekki allir á eitt sáttir um að það sé endilega best að fækka stjórnarmönnum í því skyni að einfalda regluverkið og umgjörð. Það er algjörlega ljóst að það er leyndur tilgangur frumvarpsins að aðkoma launafólks í þessu landi verði ekki tryggð með jafn skýrum hætti og áður var. Ég vek athygli á því. Alþýðusambandið er hér að missa út stjórnarmann í Nýsköpunarsjóði Kríu, því sem áður var Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Með hvaða hætti verður aðkoma þessara hópa tryggð, launafólks í landinu, í hinum nýja sjóði? Hvernig verður óhæði þessara stjórnarmanna tryggt með tilliti til hagsmunatengsla og annarra atriða sem hljóta að hafa mjög mikil áhrif við skipan fulltrúa á vettvangi opinberrar fjárfestingar í nýsköpun?