154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[13:50]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Það er alveg með ólíkindum að þingmaður sem leggur nafn sitt við það að auka pottinn um félagslegar veiðar upp í 8,3% verði síðan hæstv. ráðherra og tali þá um að hún sé svo bundin af lögunum að hún geti ekki gert neitt. Það er alveg ömurlegt að horfa upp á það að stjórnmálamaður sé að skýla sér á bak við löggjöfina, sem er meira að segja óljós. Það er ekkert sem segir að það sé bannað að gefa frelsi varðandi dagana. Og varðandi það að strandveiðimenn á norðaustursvæðinu sé að færa sig vestur þá er það af því að fiskurinn er þar, hann færir sig kringum landið og á síðasta hluta tímabilsins er hann við Norðausturland. Það er vegna þess að strandveiðimönnum eru ekki tryggðir 48 dagar. Það er ráðherrans að tryggja að það séu 12 dagar í mánuði til strandveiða. Þessir 12 dagar ógna ekki fiskstofnum við landið. Þeir ógna ekki þorskstofninum. Þess vegna var kvótakerfið sett á, vegna þessa að veiðarnar voru ógn (Forseti hringir.) við fiskstofnana við landið. Það að ráðherra skuli segja hér trekk í trekk (Forseti hringir.) að hann ætli ekkert að gera er bara ömurlegt að hlusta á. (Forseti hringir.) En það er gott að þjóðin viti að a.m.k. að hann ætli sér ekki að gera neitt.