154. löggjafarþing — 109. fundur,  8. maí 2024.

aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023--2026.

511. mál
[15:46]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég samþykki að sjálfsögðu þessa góðu tillögu sem hefur verið unnin í góðri samvinnu þvert á flokka og mikilvægt að þingið allt komi að þessu máli og haldi áfram síðan að ýta því til verka, málinu sjálfu, úti í samfélaginu, hvort sem það er í skólum landsins, fyrirtækjum, menningarstofnunum o.s.frv.

Það er eitt sem ég vil undirstrika: Við eigum, við erum hérna nokkrir formennirnir í salnum, líka að taka alvarlega inn í stjórnarskrárvinnuna, sem heldur núna áfram, að setja íslenskuákvæði í stjórnarskrá Íslands. Ég mun a.m.k. beita mér fyrir því að það verði samþykkt og þá erum við að mínu mati að ná að ramma inn bæði þessa tillögu og líka metnað þings fyrir þjóðina þegar kemur að íslenskunni okkar.