17.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 596 í B-deild Alþingistíðinda. (1204)

3. mál, fjáraukalög 1906 og 1907

Forseti (H. Þ.):

Á síðustu þingum hefir verið tekin upp sú regla, sem eg álít ekki í fullu samræmi við þingsköpin, og jafnvel þvert ofan í þau, að setja nefnd í málið við 1. umræðu, eftir að því hefir verið vísað til 2. umr., og láta svo málið koma til 2. umr., er það kemur úr nefndinni í stað þess að fresta 1. umr., þá er nefnd er skipuð, og láta málið koma til framhalds þeirrar sömu umr., er það kemur frá nefndinni. Eg mun fyrst um sinn halda þeirri reglu, sem eg tel réttari og samkvæmari þingsköpunum. Deildin getur ávalt síðar samþykt, að taka upp hina aðferðina til flýtis, ef henni sýnist svo.