10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (1456)

17. mál, kosningar til Alþingis

Framsögumaður (Ólafur Briem):

Að því er snertir þá breyt.till., að þingmenskuframboð samkvæmt 23. gr. kosningarlaganna skuli vera komið í hendur yfirkjörstjórn eigi síðar en 6 vikum á undan kjördegi í stað þess að í núgildandi lögum er sá frestur ákveðinn 4 vikur, þá efast eg ekki um, að nefndin verði fús til að íhuga þetta atriði nánara eftir bendingu hæstv. ráðh. og annaðhvort taka aftur tillöguna eða búa svo um, að agnúar þeir, er hæstv. ráðh. (H. H.) benti á, komi ekki að sök. Nefndin álítur, að ekki sé vert að taka þessar breytingar, sem hér er farið fram á, upp í texta kosningalaganna að svo stöddu, meðan ekki er fengin reynsla fyrir, hvernig þær muni gefast og ef til vill nýrra breytinga þörf.