18.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (1560)

89. mál, varabiskup

Sigurður Sigurðsson:

Eg vil skjóta því til væntanlegrar nefndar, að spara þessar 500 kr. Af frumv. sést eigi, að vara-biskupi sé ætlað annað að gera en vígja hinn nýja biskup, og ef til vill presta í hans forföllum. Annars álít eg það eigi ekki við, að setja laun þessa vara-biskups í samband við launakjör presta alment, og eigi heldur í samband við neinn sérstakan mann. Vil eg því sem sagt skjóta því til nefndar þeirrar, sem sett verður í málið, að hún finni heppilegan veg til þess, að komast hjá auknum kostnaði, án þess þó að fella málið.