10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í B-deild Alþingistíðinda. (1572)

89. mál, varabiskup

Björn Sigfússon:

Eg verð að álíta að frumv. um tvo vígslubiskupa, sem nú hefir verið vísað til 3. umr., sé algerlega sjálfstætt frumv. Það er als ekki breyt.till. við stjórnarfrumv. Einn þm. tók það þá fram, að hann greiddi atkv. með fyrirvara, og slíkt hið sama hefir verið í hug fleiri þm.; við 3. umr. getur því hæglega farið svo, að menn sjái sér ekki fært að samþ. það. Þótt frumv. sé vísað til 3. umr. er það engin sönnun fyrir því, að það verði sþ. Sé því stjórnarfrumv. tekið aftur nú, eða skoðað sem fallið, er ekki kostur að greiða atkv. um annað en þetta frumv., sem engin vissa er fyrir að meiri hlutinn aðhyllist.