09.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

22. mál, fiskveiðar á opnum skipum

Flutningsmaður (Jón Magnússon):

Það stendur eins á með þetta mál og málið á undan (um fuglaveiðasamþykt). Frv. er fram borið eftir beiðni sýslunefndar Vestmanneyja. Lögin, sem hér ræðir um að breyta, heimila að gera samþyktir og að ákveða þar meðal annars, að opnir bátar borgi lendingargjald. Nú eru þessi lög þýðingarlaus að þessu leyti fyrir Vestmanneyjar, eða því nær þýðingarlaus, því þar ganga nú því nær eingöngu þiljaðir mótorbátar til fiskjar, og ekki er hægt að lögum að leggja gjaldið á þá, því að þeir geta ekki kallast opnir bátar. En augljóst hlýtur að vera, að hið sama ætti að gilda um þá og önnur skip.

Má vera, að svo hagi til víðar um þetta atriði, sem í Vestmanneyjum og vil eg skjóta því til hinnar háttv. fiskiveiðanefndar, hvort henni kynni að þykja rétt að hafa frumv. þetta almennara, eða láta það ná víðar en til Vestmanneyja.