22.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1252 í B-deild Alþingistíðinda. (1700)

46. mál, verslunarbækur

Framsögumaður (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Frumv. þetta kom frá Ed. með ekki miklum breytingum, en þó efnisbreytingum. Samnefndarmenn mínir hafa komið með breyt.till. við 2. gr., að síðari hlutinn, frá »samrit« til enda falli burtu, en í staðinn komi breyt.till. 566: »Frumbók skal vera gegnum dregin og innsigluð af notarius publicus«. Eg var þá eigi á nefndarfundi, en er sama hvort verður ofan á. Virðist mér margt mæla með hvorutveggju, eg legg ekki mikið upp úr þessu. Að því er viðaukann snertir, virðist mér hann nauðsynlegur. Eg álít enga þörf að fjölyrða um þetta mál.