27.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1499 í B-deild Alþingistíðinda. (2038)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Áður en háttv. flutnm. (J. Þ.) tekur til máls, vil eg leyfa mér að vekja athygli á því, að frumv. þetta fer fram á stjórnarskrárbreytingu, sem sé þá, að ráðherrann skuli eigi hafa réttindi, sem ráð er gert fyrir í 2. gr. stjórnarskrárinnar, og frv. er alment lagafrumv., en er ekki í fyrirsögninni nefnt frumv. til stjórnskipunarlaga, og því ber samkvæmt 26. gr. þingskapanna að vísa því frá.