16.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1576 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

104. mál, innlend vindlagerð o. fl.

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Þetta er að eins 1. umr. um málið, svo ekki er ástæða til að ræða það mikið á þessu stigi. Vil að eins leyfa mér að benda á það, að í staðinn fyrir að kjósa 5 manna nefnd í málið, sé því vísað til nefndar þeirrar, er íhuga skal skatta- og tollamál, einkum þar sem háttv. flutnm. (M. Bl.) á sjálfur sæti í nefndinni. Vil að eins leyfa mér, að skjóta þessu til deildarinnar og háttv. flutningsmanns.