24.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1808 í B-deild Alþingistíðinda. (2276)

76. mál, farmgjald

Framsögumaður (Björn Kristjánsson):

Eg vísa frá mér þeim ósannindum háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.), að eg hafi þrisvar farið með vísvitandi lygar. Eg sagði það af fullri sannfæringu, að hann léti sér ekki fyrir brjósti brenna, þótt hann hermdi rangt bæði um menn og málefni; öll deildin veit það, og þess vegna tekur enginn tillit til þess, sem hann segir; öll deildin veit, að hann er svo óvandur að röksemdum. (Jón Ólafsson: Það er lygi!) Eg tek með ánægju við skammaryrðum háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.), þau eru beztu meðmæli fyrir mig. (Jón Ólafsson: Háttv. þm. er vanur að iðka lygina). Eg veit, að enginn tekur mark á því, sem hann segir, og það sem eg hér hefi sagt tek eg ekki aftur, né breyti því, því það mundi ríða í bág við sannfæring mína.