21.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í B-deild Alþingistíðinda. (233)

10. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Eiríkur Briem:

Eg vil taka það fram, að eg álít það óheppilegt, að Nd. gerði þær breytingar, sem hún hefir gert á 1. gr. Því meiri sem ábyrgðin er, því hærri þurfa iðgjöldin að vera, og séu þau eigi nógu há, þá getur orðið nauðsynlegt, að grípa til hinnar »solidarisku« ábyrgðar. í stj.frv. var gert ráð fyrir, að eigi væri vátrygt nema 70°/o af virðingarverðinu; efri deild hækkaði það upp í 75%; og nú hefir Nd. hækkað það enn upp í 80%. Það er einmitt svo hætt við, að virðingin á skipunum verði ekki sem nákvæmust, og aðallega af þeirri ástæðu þarf ábyrgð eiganda að vera nokkuð mikil; 4/5% virðingarverðs getur orðið meira en alt skipsverðið. Af því stafar aftur sú hætta, að iðgjöldin geta farið hækkandi, því að alla vátryggingu verður að borga, því meira sem hættan er meiri. Eg ætla þó ekki að bera fram neina breyt.till. um þetta efni.