22.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (2407)

130. mál, samgöngumál

Björn Sigfússon:

í sambandi við þetta mál vil eg leyfa mér að beina þeirri spurningu til hins hæstv. ráðherra (H. H.), hvort 40 þúsund króna tillagið, sem veitt er úr ríkissjóði til póstsambandsins milli Íslands og Danmerkur, sé bundið við sérstakt félag, eða hvort Íslands ráðherra hafi full umráð yfir því. Menn hafa verið mjög í óvissu um þetta, og því þýðingarmikið að fá að vita það fyrir víst.