15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (2475)

Umræður um kjörbréfin

Jón Ólafsson:

Eg legg áherslu á það, sem háttv. 6. kgk. þm. (St. St.) sagði, að þegar 5 manna nefnd verður búin að fjalla um þetta mál, þá horfir það við alveg eins og nú. Nú er 13 manna nefnd búin að athuga málið. Eru nokkrar líkur til að 5 manna nefnd geri það betur eða afli nokkurra nýrra upplýsinga? Mér finst það ekki annað en leikspil með tíma og krafta þingsins að setja 5 manna nefnd.