19.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (2642)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Jón Ólafsson:

Eg skal ekki fjölyrða um þessa smámuni. En úr því eg fór að minnast á lögheitin, þá vil eg til dæmis taka, að undir leyfisbréfagjöld kæmi þá bæði liðir 7. og 14., og ætla það yrði þá ekki erfitt fyrir almenning, að átta sig á því, hversu mikið hefði til dæmis komið inn fyrir veitingasöluleyfi.

Viðvíkjandi athugasemdunum, þá sný eg ekki aftur með það, sem eg hefi sagt, að sú breyting er til stórra óþæginda fyrir þingmenn og vona eg, að meiri hluti þm. sé mér samdóma um það.