23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 525 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Framsögumaður (Jósef Björnsson) :

Eg get ekki verið samdóma háttv. þm. Ísafjarðar um það, að frumv. sé þýðingarlaust, þó á því séu gerðar þær breytingar, sem Nd. hefir gert. í 1. gr. er þó bannað með öllu að rífa beitilyng, sortulyng, krækjuberjalyng o. s. frv. nema með samþykki skógræktarstjóra. Þetta samþykki skógræktarstjóra hefir eftir minni meiningu þá þýðingu, að hvergi muni verða leyft að rífa, nema þar sem það getur engum skemdum valdið. Og þó alstaðar megi rífa fjalldrapa og víði nema þar sem skógræktarstjóri bannar, þá er þó sannarlega mikil bót að því, vegna þess, að hann mun telja sér skylt að nota þessa bannheimild sem mest, nota hana alstaðar þar, sem honum þykir nokkrar ástæður mæla með því. En þó öll ákvæði frumv. séu ekki eins ströng og sumir hefðu óskað, þá álít eg þó að frumv. eigi skilið að ná samþykki deildarinnar.