03.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (480)

36. mál, sala á Kjarna

Júlíus Havsteen:

Eg held því enn fram, að hér sé um »spekúlation« að ræða. — Það stóð alt öðru vísi á, þegar Akureyringar keyptu Eyrarland, því að þá þurftu þeir jarðarinnar nauðsynlega með. En þetta er »spekúlation«, enda hefir háttv. 6. kgk. þm. játað það. Akureyrarbúar hafa ekkert að gera með jörðina, og svo er líka annað land að nokkru leyti á milli Akureyrarlands og Kjarnalands, sem sé Hamrar. Það er heldur ekki rétt, að Naust sé kotjörð; það er góð jörð, yfir 20 hndr. að dýrleika. Og það er heldur ekkert að marka það, þó að Naust hafi gefið meira af sér í höndum Akureyrarbúa en áður. Það var auðvitað ábúandanum að kenna, sem var á jörðinni áður.