02.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 702 í B-deild Alþingistíðinda. (502)

36. mál, sala á Kjarna

Júlíus Havsteen :

Eg hefi að vísu ekki neinu nýju að bæta við það, sem eg sagði við síðustu umræðu þessa máls. En eg vildi aðeins taka aðal efnið upp aptur. Það kom fram hjá háttv. framsögumanni, að löggjafarvaldið ætti að samþykkja þessa sölu á Kjarna, vegna þeirra hagsmuna, sem Akureyrarbær hefði af jörðinni. En eg skal benda háttv. deild á nokkuð annað; þar verður líka að taka tillit til þess ranglætis og skaða, sem Hrafnagilshreppur verður fyrir. Eg heimta það hinsvegar ekki vegna Hrafnagilshrepps, að jörðin verði ekki seld Akureyrarbæ. því að eg vil helzt að jörðin verði alls ekki seld Eg vona að sá háttv. þm., sem hér er í deildinni og er sveitarbóndi, sem vel sér þann óhagnað, sem Hrafnagilshreppur mun hafa af því, að kaupin fara fram, greiði atkv. móti frumv.