23.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (514)

36. mál, sala á Kjarna

Júlíus Havsteen:

Eg vil leyfa mér að leggja það til, að jörðin verði seld fyrir 12000 kr., því eg sé enga ástæðu til þess, að landsjóður gefi kaupstaðnum Akureyri þessar 2000 kr. Það eru auðvitað allmikil hlunnindi fyrir kaupstaðinn, að fá jörðina keypta. Þó það sé haft eftir mér, að jörðin væri rétt metin áður, þá var það meining mín, að matið væri rétt, bygt á því sem alment er farið eftir um jarðamat, en samt ekki nægilega tekið tillit til þess, að jörðin er nálægt kaupstað. Og fáist þetta verð (12000 kr.) fyrir jörðina, þá er það ekki rétt, að láta hinar umræddu 2000 kr. ganga undan landsjóðnum. Eg legg því til, að frumv. verði samþykt með þessari breytingu.