13.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 775 í B-deild Alþingistíðinda. (615)

47. mál, löggilding verslunarstaða

Júlíus Havsteen:

Eg var kominn á fremsta hlunn með að koma með breytingartillögu við þetta frumv., en vildi ekki gera það vegna háttv. sessunautar míns, 3. kgk. þm. — Br.till. átti að snerta það ákvæði, sem sett hefir verið í frumv. um Viðey. Það stendur svo á, að frumv. um löggilding Viðeyjar var felt í neðri deild, en svo tekið upp aftur og gert að breytingartillögu í þessari deild. Þetta var gert með úrskurði forseta og farið eftir 30. gr. þingskapanna, en ekki eftir 27. gr. sem átt hefði að gera. Eg skal ekki fjölyrða neitt um þetta atriði, en mér hefir fundist síðan að lítil von mundi til þess, að Nd. samþykti frumv. þannig lagað, og væri þá ekki réttara að stytta því aldur strax hér. Eg get að minsta kosti ekki greitt atkvæði með því.