06.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 803 í B-deild Alþingistíðinda. (661)

52. mál, bankavaxtabréf Landsbankans

Steingrímur Jónsson:

Það er að vísu rétt, að það getur verið um dálitil viðbótarlán út á jarðir að ræða. Að minni hyggju er þó mest af jörðunum full veðsett, og verða því viðbótarlánin ekki mikil.

En eg vil leiða athygli að því að þessi lán verða að miklu leyti yfirfærsla. Bankinn var áður strangari og lánaði minna; á síðustu árum hafa eignir ef til vill hækkað í verði, svo að meir fæst út á þær nú. Þá borga menn gömlu lánin og fá svo önnur stærri.

Svo vildi eg minnast á þau eldri bréf sem bankinn hefir. Getur ekki verið athugavert að landsjóður kaupi þessi bréf, sem eru þau einu af okkar verðbréfum, sem ganga kaupum og sölum á útlendum markaði og gefa því bendingu um hag vorn í útlöndum?