23.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (809)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Júlíus Havsteen:

Eg kem ef til vill heldur seint með athugasemd mína við þetta frumv., en hún getur þó komið að gagni enn. — Í frumv. stendur, að ráðherra skuli hafa eftirlaun, en að eins jafn mörg ár eins og hann hefir setið að völdum. Eg álít að eftirlaun eigi að vara meðan sá lifir, er eftirlaunaréttinn hefir, nema hann brjóti af sér réttinn. Og því væru þetta ekki eiginleg eftirlaun, er ráðherra hefði, heldur miklu fremur biðlaun.

Hér er naumast fylgt stjórnarskránni, og vil eg því skora á hæstv. forseta að vísa málinu frá. Eftir 26.gr. þingskapalaganna hefir hann fult vald til þess, þó að málið sé komið þetta á leið í deildinni.