21.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (1339)

2. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Frams.m. (Magnús Blöndahl):

Eg get verið stuttorður um þetta mál nú og það því fremur, sem eg get í aðalatriðunum vísað til framsögu minnar í málinu fyrst er það kom til umr. í hinni hv. þingd.

Eins og hin háttv. þingd. sér, hefir nefndin komið fram með nefndarálit á

þgskj. 232. Nefndin legur aðallega til tveggja breytinga á frumv. Fyrri br.till. er við 1. gr., að í stað 800 þús. kr. komi 600 þús. kr. Hin brtill. er við 2. gr., að í stað 800 þús. kr. komi 1 miljón kr. Að svo stöddu skal eg ekki fara fleiri orðum um málið. Vona eg, að hin háttv. þingd. taki frumv. vel og lofi því að ganga til 2. umr.