08.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1942 í B-deild Alþingistíðinda. (2336)

50. mál, landsbankalög

Magnús Blöndahl:

Háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.) vildi láta vísa máli þessu til bankarannsóknarnefndarinnar, vegna þess, að hér væri að ræða um að afnema gæzlustjórana og að rannsaka allan hag bankans 5. hvert ár. En þetta hefir aldrei fyrir mér verið aðalatriði þessa máls, heldur það eitt að tryggja svo vel stjórn bankans, sem unt er og þetta vakti einnig fyrir mér á síðasta þingi. Það veit háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.) sjálfur mjög vel.