23.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (1170)

104. mál, einkasöluheimild á steinolíu

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Það er ekkert nýtt í framv. nú, frá því sem það var við 2. umr. Þessi br.till. um það, hve lengi lögin skuli gilda, var líka komin fram þá. Þess ber að gæta, að þing verður að sjálfsögðu haldið að sumri, og er þá innan handar, að taka frekari ákvarðanir.

Um það sem talað hefir verið um lekann er það að segja, að stjórnin og landið verður að sætta sig við það, sem yfir alla gengur um það. D. D. P. A. flytur nú hingað sínar tunnur, og þær eru að sögn engu ólekari en aðrar. Eg heyri sagt að það sé einstaklega „flott“ félag, og gefi stundum heilar tunnur, sem það láti skrifa á lekadálkinn.