16.08.1912
Efri deild: 26. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í B-deild Alþingistíðinda. (296)

19. mál, verðtollur

Eiríkur Briem:

Jeg stend að eins upp til að gera grein fyrir atkvæði mínu gagnvart þessari rökstuddu dagskrá. Jeg álít sem sje ekki rjett að samþykkja hana. Það er þó að vísu langt frá að jeg sje samþykkur frv. í öllum atriðum; en álít rjett að vísa þessu máli til nefndarinnar hjer í deildinni, sem hefur frv. líks eðlis til meðferðar!, nefnilega frv. um árgjald af allri verzlun og viðskiftum.

Mjer finst að háttv. frsm. hefði þurft að færa skýrari rök fyrir því, sem hin rökstudda dagskrá felur í sjer. Því að þingmönnum ætti að vera Ijóst, hverjar afleiðingar þetta getur haft.