27.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í B-deild Alþingistíðinda. (556)

9. mál, landssjóður kaupi einkasímann til Vestmannaeyja

Framsögumaður (Jón Magnússon):

Nefndin er sammála um það, að ráða hv. deild til þess, að samþ. þetta frv. með þeim br.till., sem eru í nefndarálitinu. Hún álitur það rétt og sanngjart að landið kaupi símann fyrir það verð, sem hann hefir kostað, að frá dregnu álagi, og ekkert annað en þetta getur talist réttlátt. En um álagið sem símaeigendur eiga að greiða, er það að segja að þar er farið eftir framboðinni ábyrgð á sæsímanum, sem var 1.000 kr. um árið, og svo hefir landsímastjóri verið spurður um álit sitt viðvíkjandi álagi á landsíma spottann, og áleit hann það hæfilega ákveðið 240kr. Þá koma eiginlega út 1.240 kr., en nefndin vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og ákveða álagið 1.500 kr. — Vona eg svo að hv. deild samþykki till. nefndarinnar að þessari 2. umr. lokinni.