29.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 549 í B-deild Alþingistíðinda. (947)

52. mál, Grundarkirkja

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Hv. sessunautur minn (G. G.) talaði um þá miklu rausn sem bóndinn á Grund hefði sýnt með þessari kirkjubyggingu, og vil eg á engan hátt gera lítið úr því; en eg minnist þess, að Ásgeir gamli á Þingeyrum, sem margir þekkja, bygði steinkirkju á sinni jörð, miklu dýrari en þessa kirkju, og fór aldrei fram á neinn styrk úr landssjóði til þess.

Hv. sessunautur minn gaf líka fyllilega í skyn, að eigandi Grundarkirkju mundi ef til vildi gera hana að pakkhúsi, ef þetta frv. næði ekki fram að ganga. Hann um það; látum hann í drottins bænum hafa 20—30 þús. kr. pakkhús — en bara á sinn kostnað sjálfs, en ekki landssjóðs. En eitthvað sæmilegt hús verður hann að reisa í staðinn, til guðsþjónustu Til þess er hann skyldugur.

Það væri annars gaman að sjá af skýrslum biskups, hvað oft er messað á ári í þessari veglegu kirkju.

Það er bent á meðmæli kirkjustjórnarinnar með þessari málaleitun. En hvenær skyldi kirkjustjórnin ekki mæla með styrk úr landssjóði til kirkna?

Eg verð að halda því fram, að málið sé felt hér í deildinni eins og á seinasta þingi. Eg veit, að maðurinn sem hér á hlut að máli, er mesti sæmdarmaður — allrar viðurkenningar verður, en þetta er princip-vaid fyrir mér, og eg álít allskostar ranglátt og, fyrir afleiðinganna sakir, hættulegt, að samþykkja þetta frv.

Hinum hv. þm. Ak. (G. G.) þótti ótrú legt, að landssjóðs yrði leitað til að byggja kirkjuna upp, er hún félli. En hvaða trygging er fyrir því? Krafan um það mundi verða bygð á því sama og nú: sanngirni við heiðursmann.